26 mars, 2006

Jákvæða bloggið

Best að rifja upp jákvæðu púnktana, ekki veitir af: Meinið er staðbundið, líklega hægt að skera beint upp, er vinstra megin og ég er rétthentur, er ekki með slitinn vöðva (sjúkk;), er ágætlega tryggður, á góða að, og sennilega margt fleira...

Finnst betra að segja frá því, að einhvern veginn kann ég ekki við að kommenta sjálfur, hér á síðunni (allavega í bili, það gæti breyst:). Hins vegar fylgist ég að sjálfsögðu með og þakka hlýjar kveðjur. Það er gott að vita af ykkur þarna úti. Það eru líka ýmsir sem ekki kommenta, en fylgjast með, og hafa látið vita af sínum stuðningi, hafið einnig þökk.

Vonandi koma fréttir á morgun.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi minn. Frétti um veikindi þín í dag. Eitthvað er þetta óraunverulegt - en við sem þekkjum þig stöndum með þér og styðjum. Guð geymi þig í þessari glímu.
Kv. sr. Svavar

Maggi sagði...

Ég hugsa hlýtt til þín.
Það er alltaf gott að hugsa jákvætt.

Nafnlaus sagði...

Ég var bara að fá fréttirnar rétt í þessu og ég verð að segja að ég er bara kjaftstopp ... og mér dettur ekki í hug neitt gáfulegt til þess að segja (... eins gott að ég lagði ekki fyrir mig sálfræði!) Ákvað samt að kasta til þín kveðju með von um allt fari á besta veg hjá þér. Er sjálf farin í smá frí frá kórastússi og söng almennt vegna "hnúðs" á maga sem hefur vaxið allhratt síðustu 9 mánuði, en sem betur fer af eðlilegum orsökum. Á von á því að hann láta sig hverfa á næstu dögum og breytist í eitthvað undurfallegt :o) Ef þú værir ekki karlkyns hefði ég giskað á að þetta væri utanlegsfóstur hjá þér (... það er kannski ágætt að ég lagði ekki heldur fyrir mig læknisfræði!)
Jæja, nóg af lélegum bröndurum frá mér. Gangi þér sem allra best á bataveginum Villi minn, ég fylgist með framvindu mála hérna á síðunni þinni. Bið innilega að heilsa stórfjölskyldunni.
Kveðja, Solla S.

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi!
Þegar ég var á mínum venjulega bloggrúnti rambaði ég fyrir tilviljun inn á síðuna þína.
Ég "bookmarka" síðuna þína og fylgist með gangi mála...
Gangi þér rosalega vel.
Baráttukveðjur,
Gyða Björgvins

Nafnlaus sagði...

Já Villi minn svo ég vitni nú í hann Nonna söngkennarann þinn þú ert svo gáfaður og klár að auðvitað hugsar þú jákvætt og það það er frábært að geta það í þessum aðstæðum sem eru nú náttúrulega ekkert grín, haltu því áfram jákvæðnin og bjartsýnin bera mann langt! Sýndi foreldrum myndirnar af þér í gær og þau senda þér baráttukveðjur. Hafðu það gott kv. Jenný