28 mars, 2006

Læknirinn, skatturinn og Guð

Ég hef ekkert heyrt í lækninum í dag, vonandi þá bara á morgun.

Jæja, best að gera skattskýrsluna. Fyrirgefðu mér Guð, ef ég segi ekki alveg satt og rétt frá...:)

7 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Guð fyrirgefur þér örugglega, spurning hvort skattmann gerir það :)
Vonandi þarftu ekki að bíða lengi eftir fréttum frá lækninum.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elsku villi minn. Ég frétti af þessu hjá þér í síðustu viku, en er búin að fylgjast með skrifunum hjá þér. Ég sendi þér mínar bestu kveðjur og megi guð vera með þér. Mér sýnist hann nú vera búinn að gefa þér alveg x-tra styrk í gegnum þessa þraut. Þú ert svo seigur og ekki hefur jákvæðnin í þér eitthvað breyst. ;) Það hugsa allir til þín í Mururimanum.
Bestu baráttukveðjur Sigrún Ósk.
p.s þú ert alltaf svo flott "fottomódel"!!!!

Nafnlaus sagði...

Halló Villi minn!!

Langaði að senda þér kveðju og óskir um að allt fari á besta veg. Ég veit að þú tekst á við veikindin af hugrekki og baráttu.
Fylgist með skrifunum þínum og set þig í bænirnar mínar. Gangi þér vel vinur.

Faðmlag og knús!!!

Metta Skvetta

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi minn.

Ég sendi þér mínar innilegustu óskir um að þetta fari allt vel. Ég er glaður að sjá að þú hefur fundið leið til að létta á hjartanu.

Innileg baráttukveðja,
Andri Björn

Nafnlaus sagði...

sammála!

gj

Nafnlaus sagði...

Hugsa til þín elsku Villi oft á dag og dásamlegt að sjá hve margir skrifa á síðuna þína og gera slíkt hið sama kv. Jenný Er heima í dag Sigrún er veik segist vera með gufu í augunum er með einhverja sýkingu þarf að vera heima gott fyrir mig get lesið bloggið í friði

Nafnlaus sagði...

Kæri villi. Einn af þínum stærstu kostum er jákvæðni ásamt því hefur þú góðan húmor fyrir sjálfum þér eins og góðum tenór sæmir.
Ég sendi þér mínar bestu óskir og bænir um góðan bata. Gangi þér vel í baráttunni og mundu að þú ert aldrei einn á ferð því margir hugsa til þín og senda þér hlýjar kveðjur til að styðja þig í veikindum þínum. kv. Björgvin