27 mars, 2006

Sýnin

sem tekin voru á fimmtudaginn, gáfu íslendingunum ekki nógu glöggar niðurstöður. Þau voru send til Svíþjóðar á föstudaginn. Þar mun prófessorinn sem leit á myndirnar af mér, skoða þau.

Mögulega koma niðurstöður seinnipartinn, sennilega þó ekki fyrr en á morgun.

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff hvað biðin er löng. Við hugsum til þín.
Vigdís og gríslingarnir

Anna Sigga sagði...

Elsku Guð.
Gefðu að úr því sem komið er fari allt á besta veg hjá honum Villa vini mínum. Gefðu honum (og okkur hinum kannski líka)hugarró á þessum erfiðu tímum. Hjálpaðu okkur að sannfærast um að betri tímar séu framundan. Takk fyrir allt sem við þó höfum.
Amen

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu þolinmóður Villi minn. Flestir væru farnir á límingunum. En svona er Guð, gefur sumum meira æðruleysi en öðrum.
Hugsa stöðugt til þín og þú ert í öllum mínum bænum.
Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi minn og takk fyrir komuna í gær, var gaman að sjá þig í messunni, gott að sjá þig brosa og njóta, enda hefur þú alltaf verið jákvæðnin uppmáluð í mínum huga. Haltu áfram að hugsa jákvætt, þeas vertu þú sjálfur, héðan úr Ljósheimum koma jákvæðir straumar til uppsungna ofur-brain-baritónsins. :-)
Óli Rúnars

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi!

Ég var rétt að frétta af þessari lífsreynslu þinni og hefur hugur minn verið stöðugt hjá þér síðan. Það kom mér ekki á óvart hversu æðrulaus þú ert og ritsnilldin er stórkostleg því þér er ýmislegt til lista lagt.Taktu einn dag í einu þó það sé erfitt því óvissan er það sem veldur manni mestu hugarangri.Hitt er annað mál og það er hversu frábæra lækna við eigum og höfum aðgang að t.d. í Svíþjóð og þeir gera kraftaverk það veit ég.Haltu áfram að vera jákvæður og ef ég get eitthvað gert fyrir þig þá er ég til staðar.Sendi þér allar góðar óskir og þú ert í bænum mínum. Kveðja Sigrún í Tónakór

Nafnlaus sagði...

Kæri frændi; ég fékk krækjuna hjá Hjördísi systur. Þú mátt vera viss um að þér fylgja hlýir straumar frá allri stórfjölskyldunni, - við munum fylgjast með þér áfram. Stuðningskveðjur. Anna Guðný.

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi, takk fyrir að gera okkur svona auðvelt að fylgjast með þér. Við hugsum til þín og sendum okkar bestu óskir til ykkar allra. Hjördís frænka

Nafnlaus sagði...

Sæll og blessaður Villi minn. Ég var að frétta af þessari uppákomu hjá þér og get svosem lítið sagt eða gert nema vona að þetta fari allt á besta veg. Ég lét Verkstjórann vita og við Sækópattar sendum þér okkar bestu bataóskir.
Bestu kveðjur,
Hannes

Nafnlaus sagði...

Gott að fylgjast með þér á blogginu Villi minn
allir hugsa vel til þín megi guð og gæfa fylgja þér knús og kossar Silla og co

Giovanna sagði...

Kæri Villi minn,

Sendi þér milljón, skrilljón góðar kveðjur og huxanir í þessum hremmingum. Ég fékk uppgefna bloggsíðuna þína hjá henni Ollu í Bús í messunni í gær. Ég var að frétta af þessum leiðinda hnút þínum. Huggun harmi gegn að heyra að meinið er staðbundið. Að lokum. Þú ert frábær penni drengur, enda náttúrlega maður með húmorsins sans..Bestu batakveðjur

Nafnlaus sagði...

Já og svo frétti ég af síðunni í gegnum mömmu...vonandi gengur þér allt í haginn, og eins og "sú gamla" sendi ég þér góða strauma og hugsanir. :)

Nafnlaus sagði...

Kæri vinur! Þú stendur þig eins og hetja! Ég hugsa til þín og sendi þér baráttukveðjur. Vonandi verða jákvæðar niðurstöður á morgun. Kveðja Hjálmar
ps. Baráttukveðjur frá strákunum í Voces Masculorum

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi minn, var að frétta af öllum hasarnum, ég vona að þú hafir það sem allra best og ef að þeir ná ekki að skera þetta burt má alltaf reyna að syngja þetta í burtu þá mæli ég með t.d ó hve létt er þitt skóhljóð eða svipuðum lögum þar sem að ekkert í heiminum þolir það ,,, ekki einu sinni æxli:)
bestu kveðjur þá meina ég
BESTU KVEÐJUR

verkstjórinn

Nafnlaus sagði...

Hæ, Villi. Það hvernig þú mætir þessu og leyfir okkur að fylgjast með er aðdáunarvert og innblástur, a.m.k. mér. Elsku vinur, þú ert alltaf í huga mínum og bænum.

Einar Clausen.

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi að segja takk, Villi og takk fyrir bænina, Anna Sigga okkar. :o)

Einar Clausen.

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi minn,
Var að frétta af þessu rétt í þessu. Nú er bara að bretta upp ermar og vinna bug á þessu. Ég hef allavega fulla trú á þér kallinn minn og hugs hlýtt til þín.

kv,
Bjössi uppgjafa tenór

hildigunnur sagði...

Elsku Villi.
Það er gott að geta fylgst með þér gegnum þessa síðu þína. Ég les hana á hverjum degi núna og dáist að þér fyrir þitt hugrekki og æðruleysi. Bið fyrir þér og trúi að Guð hlusti á okkur öll sem biðjum fyrir þér og bænheyri okkur. Allir hér í skólanum bæði kennarar og nemendur senda þér einlægar vina og baráttukveðjur.
Gugga