axlarvígstöðvunum.
Það er skrýtið, mér er eiginlega sama hvað er að, bara að ég fái að vita það.
En auðvitað er mér ekki sama, en í augnablikinu skiptir það mig meiru máli að fá fréttir, heldur en að fá góðar fréttir. Hvað er að, hvað verður gert, og hvenær, hvað verð ég lengi að jafna mig, mun ég nokkurn tíman jafna mig, eru spurningar sem eru býsna áleitnar.
Eitt er þó víst, lífið hefur breyst.
21 mars, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Elsku villi minn, ég kem hér af fjöllum, hrynjandi í stigum. Vissi ekki neitt um neitt.. baráttukveðjur, þú harkar þetta af þér eins og annað :D
knús, Hallveig
Sæll félagi! Sendi þér mínar kraftmestu bataóskir. Um leið vil ég lýsa aðdáun minni á ritsnilld þinni, sem ætti þó ekki að koma neinum á óvart miðað við talandann ;) Ætlast til að fá áritað eintak þegar þú gefur út Axlar-Vilhjálmssögu. Hittumst heil, Sigrún Stef.
Iss, þú ert bara kominn með fuglaflensu, þetta er vængur á byrjunarstigi ;-)
Baráttukveðjur frá öldruðum hetjutenór.
Skrifa ummæli