Þetta er góður frasi, en kannski á hann ekki við í öllum tilfellum.
Í bili finnst mér eiginlega engar fréttir vera verstu fréttirnar... eða að minnsta kosti engar fréttir=engar fréttir.
03 apríl, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Kæri Villi,
við erum að hugsa til þín úr Mururimanum og sendum þér hlýjar baráttukveðjur. Vonandi á það við hér að góðir hlutir gerast hægt..
Sendum FOTOMODDELL kærar kveðjur.
Allir í Mururima 4, kv. Kidda.
vonandi fer eitthvað að koma út úr þessu :-O
Já, þetta er farið að taka ansi langan tíma. Ekki missa móðinn Villi minn. Reyndu að undirbúa þig andlega og líkamlega fyrir aðgerðina með því að borða rétt, drekka nóg (vatn), stunda létta hreyfingu, sofa vel og hugsa jákvætt. Þú veist þetta allt, en þetta er svo sannarlega mikilvægt. Ég varð sjálf fyrir óskemmtilegri lífsreynslu s.l. föstudag. Fékk heilan olíutrukk á fullri ferð aftan á mig og kastaðist á bílinn fyrir framan. Var með litlu sonardóttur mína í bílnum. En þetta fór allt vel, hún slapp algerlega án skrámu, ég er óbrotin en lemstruð og stirð. Þetta jafnar sig allt með tímanum. Hugsa stöðugt til þín. Kv. Olla.
Er að fara heim úr vinnunni og er að athuga hvort "engar fréttir" séu enn þá engar fréttir (búin að gá ansi oft í dag). Held áfram að fylgjast með og hugsa til þín...
Lübchen
Skrifa ummæli