04 apríl, 2006

Góðar fréttir

Jæja, loksins góðar fréttir, var að koma frá lækninum, með mömmu.

Læknirinn sagði að æxlið væri sennilega hvorki osteo- né chondrosarcoma, heldur líklega risafrumuæxli. Sem er mun betra.

Batalíkur eru bestar af því, einungis þarf skurðaðgerð til að fjarlægja það.

Hins vegar er þetta nú ekki alveg klárt, þannig að á föstudaginn fer ég í sýnatöku. Hún fer fram á skurðstofu, ég verð staðdeyfður og svo krukkað í æxlið. Niðurstöður koma svo vonandi fyrir páska.

26 ummæli:

Hildigunnur sagði...

frábært, frábært, vonum þetta standist :-D :-D :-D

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Villi minn!!
Þá er það bara upp með svuntuna og allir með- og burt með æxlið, ekki satt?
Hugsa til þín.Kv.Gísli Magna.

Nafnlaus sagði...

VEEEEIIIIII!! ég VISSI það.

Anna Sigga sagði...

Guði sé lof!
Hallelúja!!!
Hugsa áfram til þín :-)

Nafnlaus sagði...

Mikið óskaplega hlýtur þetta að vera mikill léttir fyrir þig miðað við hvað mér líður vel að lesa þetta:-)
Frábært Villi!!!
Kveðja,
Óli Sveins

Nafnlaus sagði...

Jibbíkæjei!!!!! Frábært. Bestu fréttir ever. Ég fagnað svo ákaft að ég gleymdi að ég er slösuð. So what, tek bara extra skammt af verkjalyfjum. Þökkum Drottni og vegsömum Hann.
Bestu, bestu, bestu kveðjur, Olla.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar fréttir,
bestu kveðjur úr Mururima.

Nafnlaus sagði...

Frábærar fréttir, þú stendur þig vel
kv Verkstjórinn

Giovanna sagði...

Sjúkk itt...

Nafnlaus sagði...

Þetta eru mjög góðar fréttir, jafnvel þótt þær kalli á meiri bið um stundarsakir. Ég bíð og vona.

Annars var skemmtileg tilviljun að akkúrat þegar ég las kommentið frá Önnu Siggu hér að ofan byrjaði þessi glæsilegi kattadúett fyrir utan gluggann hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Frábærar fréttir elsku kallinn minn! Vonandi er þetta alveg hárrétt greining hjá þeim og að þú getir verið laus við þennan gest von bráðar... Held samt áfram að siga á þig andalæknum og senda þér orkustrauma héðan frá Snæfellsnesinu ;)

Nafnlaus sagði...

Óskaplega gott að heyra þetta...

Ég fór auðvitað á netið strax og fann lesefni um þetta handa mömmu, svo að hún hafi eitthvað fyrir stafni :D

Nafnlaus sagði...

Flottar fréttir ! en verður ekki sárt að kveðja vin sem vex svona með þér þegar vinurinn á bakinu er farinn ? nei nei bara hugdetta og bull frábærar fréttir þær bestu lengi.
kv Silla

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi minn!
Mikið var ég fegin að lesa þessar fréttir.Ég hugsa til þín daglega og fylgist með. Guð geymi þig.
Kær kveðja Sigrún

Nafnlaus sagði...

Þetta voru sko allra bestu fréttir dagsins!! Mikill léttir. Ég samgleðst innilega.
Kv. Þuríður Vilhjálms

Nafnlaus sagði...

Frábært! Ég sagði að þetta væri bara vængur á byrjunarstigi ;-) Þú verður hér eftir nefndur Villi vængstyrkur í mínum bókum :-Þ

Kveðja,
Gunnar Freyr

Nafnlaus sagði...

Þar kom að því að hægt væri að tengja "RISA" við þig. :) Frábærar fréttir. Held áfram að hugsa til þín. Kv. Hjálmar

BbulgroZ sagði...

Bjútifúl Villi, sjáumst á morgun í vinnunni og ræðum þetta yfir kaffisopa : )
kv. Sviðsstjórinn.

Nafnlaus sagði...

hjúkketmar! Loksins! Bestu fréttir í marga,marga kílómetra:-D Nú rúllar þú þessu upp eða af Villi minn
Lübchen

Nafnlaus sagði...

Hrikalega ertu alltaf sjaldgæfur! Ef mér skjöplast ekki þá ertu með 11. risafrumuæxlið á Íslandi... One of a kind ;)

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Villi mér er létt þetta er æði ég er bara góð eftir gubbupestina það var nú meira ógeðið. Ekki meira um það knús til þín og gangi þér vel á föstudaginn kv. JEnný

hildigunnur sagði...

Mikið ósköp er nú gaman að lesa svona góðar fréttir!!!! Svo hefur mér nú alltaf fundist þú hafa risahlátur sem kemur öllum í kringum þig í gott skap.
Áfram Villi!!!!
Baráttukveðjur
Gugga.

Nafnlaus sagði...

Heillakarlinn, risa-góðar fréttir! Samgleðst þér innilega og þakka þér kærlega fyrir að vera ekki að auka á vinnu okkar hér við Krabbameins-krána!
Kv. Sigrún Stef.

Syngibjörg sagði...

Jíbbíiijæjei.
Mikið var annars gaman að heyra þig hlæja á mánudaginn á mastercalssinum hjá Sieglinde.Er enn að flissa. Þetta var svo gaman.

Þorri sagði...

Frábærar fréttir!! svo er það bara upp með hnífinn og fella risann... Hef þig áfram í öllum mínum bænum.
kv. Þorri

Nafnlaus sagði...

Húrra, húrra!!
Gangi þér vel elsku kallinn.
kv. Elma