07 apríl, 2006

Ógleði

Var kominn heim, býsna hress, eftir mat með mömmu.

Þá varð mér óglatt, án þess þó að þurfa að kasta upp, bara býsna skrýtin og óþægileg upplifun. Tók þá einnig eftir að blætt hafði í gegn um umbúðirnar. Hringdi þá á skurðstofuna, var sagt að mæta.

Hitti lækninn, hann skipti um á skurðinum og sagði mér að harka af mér ógleðina, drekka bara vatn og bíða. Sagði líka að þetta væri ekki mikil blæðing:)

Núna er ég búinn að drekka mikið vatn, leggja mig og er stálsleginn, nema nú fatta ég að parkódín virkar, þ.e. er hætt að virka í þessu tilfelli.

5 ummæli:

Hildigunnur sagði...

hehe, núna veistu hvernig mér leið í gegnum meðgöngurnar mínar, alltaf óglatt, aldrei nóg til að þurfa að kasta upp...

virkar ekki parkódín forte heldur?

Nafnlaus sagði...

Jæja góurinn minn! Nú kemur smá hjúkkutal yfir þínum hausamótum. Maður á ekki að vera að flandrast neitt þegar maður er nýbúinn í aðgerð. Maður á að HVÍLA sig. Ógleði er algeng eftir svæfingu og svo getur þér líka orðið óglatt af Parkódíninu (mjög algengt). En ertu með verki annars? Þér er velkomið að hafa samband við mig ef það fer aftur að blæða. Ég er hér með allar græjur sem sannri ofurhjúkku sæmir og verð komin fljótt á staðinn. En vertu bara slakur og hvíldu þig, það virkar.
Bestu kveðjur,
Olla.

Anna Sigga sagði...

Elsku Villi minn!
Hlýddu nú Ollu ofurhjúkkufrænku, og vertu stilltur.
Hugsa til þín :-)

Nafnlaus sagði...

Bestu óskir.
Afi og amma.

Nafnlaus sagði...

Bestu óskir.
Afi og amma.