Doktorinn hringdi semsagt í dag og sagði mér að 99.99% líkur væru á því að þetta væri risafrumuæxli. Hinsvegar þyrfti að útiloka þetta 0.01% og það yrði gert með því að senda sýnið til Bandaríkjanna. Niðurstöður úr því koma fljótlega eftir páska.
Hann sagði líka að eftir að hafa rætt við kollegana í Svíþjóð og á Íslandi, væri hann helst kominn að þeirri niðurstöðu að gera þessa aðgerð hér heima. Aðgerðina myndi hann þá gera sjálfur ásamt kollega sínum, líklega uppá Akranesi.
Aðspurður hvenær það yrði svona sirka, þá giskaði hann á byrjun maí, eða í fyrstu, annari eða þriðju viku maí, svona til að þrengja þetta aðeins.
11 apríl, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
16 ummæli:
kúl.. þá verðurðu senza kúla eftir 4-5 vikur.. það verður nú ágætt.
Þetta eru nú góð tíðindi. Ég vænti þess að þetta fari á besta veg og auðvitað er frábært ef hægt er að afgreiða þetta mál hér heima. Baráttu- og batakveðjur. Hugsa til þín
Kv. Þuríður Vilhjálms
Hallelúja!!!
Jesssssssss!!!
Loksins farið að sjá fyrir endann á þessu
og þá get´eg heimsótt þig á HVERJUM DEGI!
Lübchen
Glæsilegt vinur minn, glæsilegt. Gleðilega páska.
Þetta á eftir að ganga vel. Hef sjálf fengið risafrumuæxli í fót rétt við hné og get enn hlaupið um allt. Sendi baráttukveðjur.
Sælir, þú stendur þig ofurvel! Gleðilega páska, ég held áfram að fylgjast með þér. Baráttukveðjur, Elís.
Sæll elsku kallinn minn! Var að koma frá Skotlandi í dag og það gladdi mig mjög að sjá þessar áframhaldandi góðu fréttir af þér. Ég var að greinast með brjósklos svo við verðum kannski bara samfó í bakaðgerð ;) Gleðilega páska krúttið mitt og skál í parkódín forte!
toj tojjjjj :-)
Kæri frændi! Líst vel á Skagann. Góður spítali með sterkt repjúteisjon.
Gleðilega páska.
Anna Guðný.
Sæll Villi
Ég hef fylgst með þér á síðunum þínum og gleðst yfir þessum fréttum. Gangi þér vel í aðgerðinni og góðan bata.
Kveðja
Kristín (kona Sæmundar)
Frábærar fréttir!!! Fylgist með þér,
kv. Ragnheiður (úr MH).
Sæll frændi, er búin að fylgjast með þér á síðunni. Frábært að það séu að koma einhver svör, óvissan er svo óþægileg. Gangi þér vel í aðgerðinni.
Ég held áfram að fylgjast með
Kveðja
Jóna Kristín (Jóna Stína)
Gleðilegt sumar Villi minn.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Það var gaman að hitta þig um daginn.
Sjáumst hress með hlýnandi veðri og hækkandi sól.
Kv.Olla.
Bara að kvitta fyrir mig. Hugi sagði mér frá þessari síðu og ákvað ég að tékka á stöðunni. Gaman að sjá hvernig þú nærð að vera sami Villi með húmorinn í lagi.
Baráttukveðjur,
Karen ( gömul vinkona úr MH)
Skrifa ummæli